Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 23:30 Togari að veiðum. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“ Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“
Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira