Sagðir auka hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 15:30 Flugmóðurskipið Liaoning á leið til hafnar eftir æfingar á Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru. Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru.
Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira