Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Kínverskt strandgæsluskip beitir þrýstivatnssprautum gegn víetnömsku skipi skammt frá Paracel-eyjum. Fréttablaðið/EPA Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira