Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 11:37 Svört afkomuviðvörun Icelandair Group í byrjun mánaðarins leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári. Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll verðtryggð komin á ís auk óverðtryggðra á breytilegum Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17
Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30
Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08
Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09