Tölum saman Pálmar Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2017 00:00 Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun
Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun