Þverneituðu að taka byggingarkranann í Bæjarlind niður Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2017 10:25 Frá lokun í Bæjarlind vegna kranans. Vísir/Eyþór Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku. Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku.
Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02