Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 12:38 Adam Osowski hafði verið starfsmaður Háteigs í ellefu ár. Vísir Maðurinn sem lést í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteig á Reykjanesi í síðustu viku hét Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir Osowski hafa verið starfsmanna Háteigs í ellefu ár. Annar maður var einnig í svefnskálanum þegar þetta banaslys átti sér stað aðfaranótt 3. febrúar síðastliðins. Hann fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús en er nú á batavegi að sögn Jóns Halldórs og er kominn aftur til starfa hjá Háteigi. Greint var fyrst frá nafni mannsins á DV.is. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins Jón Halldór segir að svo virðist vera sem að mengunarslys hafi verið um að ræða. „Það er einhver óværa sem kemur þarna upp úr borholu og fer í vatnslagnakerfi svefnskálans. Það er ekki ljóst með hvaða hætti það gerðist,“ segir Jón Halldór. Sýni voru tekin á vettvangi og send til rannsóknar ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar. Þá liggur niðurstaða krufningar ekki fyrir og því ekki ekki hægt að segja til um dánarorsök. „Það er því of snemmt að segja til um hvað gerðist,“ segir Jón Halldór. Lögreglan á Suðurnesjum nýtur aðstoðar starfsmanna HS Orku vegna rannsóknar málsins. „Við þurfum þeirra aðstoð til að fá öll gögn sem snúa að þessari borholu og hvernig allar lagnir liggja. Óneitanlega erum við í góðu samstarfi við þá og allt kapp lagt á að upplýsa hvað gerðist,“ segir Jón Halldór. Um var að ræða borholu 20 en vatnslögnin sem liggur inn í svefnskálann var aftengd við hana eftir slysið. Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maðurinn sem lést í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteig á Reykjanesi í síðustu viku hét Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir Osowski hafa verið starfsmanna Háteigs í ellefu ár. Annar maður var einnig í svefnskálanum þegar þetta banaslys átti sér stað aðfaranótt 3. febrúar síðastliðins. Hann fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús en er nú á batavegi að sögn Jóns Halldórs og er kominn aftur til starfa hjá Háteigi. Greint var fyrst frá nafni mannsins á DV.is. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins Jón Halldór segir að svo virðist vera sem að mengunarslys hafi verið um að ræða. „Það er einhver óværa sem kemur þarna upp úr borholu og fer í vatnslagnakerfi svefnskálans. Það er ekki ljóst með hvaða hætti það gerðist,“ segir Jón Halldór. Sýni voru tekin á vettvangi og send til rannsóknar ekki liggur fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar. Þá liggur niðurstaða krufningar ekki fyrir og því ekki ekki hægt að segja til um dánarorsök. „Það er því of snemmt að segja til um hvað gerðist,“ segir Jón Halldór. Lögreglan á Suðurnesjum nýtur aðstoðar starfsmanna HS Orku vegna rannsóknar málsins. „Við þurfum þeirra aðstoð til að fá öll gögn sem snúa að þessari borholu og hvernig allar lagnir liggja. Óneitanlega erum við í góðu samstarfi við þá og allt kapp lagt á að upplýsa hvað gerðist,“ segir Jón Halldór. Um var að ræða borholu 20 en vatnslögnin sem liggur inn í svefnskálann var aftengd við hana eftir slysið.
Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39
Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55
Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19