Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist vera búinn að fá nóg af dramatíkinni í Conor McGregor og Floyd Mayweather. Hann vill berjast við þá báða.
Mikið hefur verið slúðrað og skrifað um hugsanlegan bardaga á milli tvöfalda UFC-meistarans McGregor og hnefaleikakappans ósigrandi Mayweather.
Eftir að hafa skipst á skotum í ansi langan tíma er farið að hylla undir að þeir gæti barist eftir allt saman í lok ársins.
„Ég er búinn að fá nóg af dramatíkinni í þeim báðum. Þeir ættu að sleppa þessum fíflalátum og berjast frekar við mig. Ég mun senda þá báða beint á spítalann,“ sagði Zlatan léttur en hann var augljóslega að grínast.
Svíinn er reyndar með svarta beltið í tækvondó og er 195 sentimetrar að hæð. Hann gæti líklega valdið þeim tveimur smá vandræðum.
