Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist vera búinn að fá nóg af dramatíkinni í Conor McGregor og Floyd Mayweather. Hann vill berjast við þá báða.
Mikið hefur verið slúðrað og skrifað um hugsanlegan bardaga á milli tvöfalda UFC-meistarans McGregor og hnefaleikakappans ósigrandi Mayweather.
Eftir að hafa skipst á skotum í ansi langan tíma er farið að hylla undir að þeir gæti barist eftir allt saman í lok ársins.
„Ég er búinn að fá nóg af dramatíkinni í þeim báðum. Þeir ættu að sleppa þessum fíflalátum og berjast frekar við mig. Ég mun senda þá báða beint á spítalann,“ sagði Zlatan léttur en hann var augljóslega að grínast.
Svíinn er reyndar með svarta beltið í tækvondó og er 195 sentimetrar að hæð. Hann gæti líklega valdið þeim tveimur smá vandræðum.
Zlatan ætlar að senda Conor og Mayweather á spítala

Tengdar fréttir

Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor
Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.

Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather
Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana.

Conor boxar á fullu | Myndband
Conor McGregor sýndi heiminum í gær að honum er alvara með boxbardaga gegn Floyd Mayweather.

White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast
Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum.