Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 09:30 Kevin Durant. Vísir/AP Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20) NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20)
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira