Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 09:30 Kevin Durant. Vísir/AP Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20) NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20)
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira