Tæknireglur Formúlu 1 taka talsverðum breytingum fyrir tímabilið. Markmið breytinganna er að gera bílana grimmilegri og töluvert hraðari. Gárungar spá allt að fimm sekúndna skemmri tíma á hverjum hring.
Sjá einnig: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast.
Nú þegar 10 dagar eru þangað til fyrsta æfingalotan fyrir komandi tímabil hefst hefur Williams riðið á vaðið og birt myndir af 2017 bíl sínum. Bíllinn ber nafnið FW40, sem er vísun til 40 ára afmælis Williams liðsins í ár.

Ökumenn liðsins í ár verða nýliðinn Lance Stroll og reynsluboltinn
Felipe Massa. Massa snéri ákvörðun sinni um að hætta keppni í Formúlu 1 við til að aðstoða liðið sem missti Valtteri Bottas til Mercedes liðsins þegar heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt um að hann væri hættur í Formúlu 1.
Vísir mun fylgjast náið með frumsýningum nýrra bíla á komandi dögum.