Berger: Vettel vanmat áhrif Michael Schumacher á Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2017 20:30 Sebastian Vettel með skeifu. Vísir/Getty Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum. Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30