Róttækar tillögur Frosti Logason skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Mikil umræða hefur verið um áfengisfrumvarpið svokallaða undanfarið. Það er auðvitað jákvætt út af fyrir sig og leiðir okkur vonandi á endanum að skynsamlegri niðurstöðu. Sjálfum finnst mér þó ýmislegt hljóma einkennilega í umræðunni. Þó ekki sé meira sagt. Vitaskuld er þetta mikið tilfinningamál, enda kannast flestir Íslendingar við þann vanda sem hlotist getur af óhóflegri neyslu áfengis. Sumir hafa jafnvel misst ástvini og geta rakið þær ófarir beint eða óbeint til ofdrykkju. Ég hef mikla samúð með þeim. Ég tel hins vegar ólíklegt að þeir sem búi yfir slíkri reynslu hugsi sem svo að einokunarverslun ríkisins hafi þrátt fyrir allt dregið úr skaða þeirra. Að drykkjusjúklingurinn hafi jú lifað nokkrum árum lengur þar sem áfengið fékkst ekki í Nettó eða Krónunni. Ég held ekki. Það er nefnilega þannig að þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir alkóhólista. Hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir. En andstæðingar frumvarpsins hafa af þessu miklar áhyggjur. Auðvitað er maður þakklátur öllum þessum fjölda fólks sem ber hag okkar hinna fyrir brjósti og vill gæta þess að við förum okkur ekki að voða. Ég vil hins vegar fyrir mína hönd fá að afþakka þessa umhyggju pent og bendi á einfalda lausn sem allir ættu að geta fellt sig við. Þeir verslunarmenn sem vilja selja áfengi fái að gera það undir ákveðnum skilyrðum, þeir sem ekki vilja selja það sleppi því. Þeir sem vilja kaupa áfengi í matvöruverslunum fái að gera það. Þeir sem vilja ekki kaupa áfengið þar sleppi því. Ef til vill eru þetta agalega róttækar tillögur. Mér finnst það ekki. Hvað finnst þér? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun
Mikil umræða hefur verið um áfengisfrumvarpið svokallaða undanfarið. Það er auðvitað jákvætt út af fyrir sig og leiðir okkur vonandi á endanum að skynsamlegri niðurstöðu. Sjálfum finnst mér þó ýmislegt hljóma einkennilega í umræðunni. Þó ekki sé meira sagt. Vitaskuld er þetta mikið tilfinningamál, enda kannast flestir Íslendingar við þann vanda sem hlotist getur af óhóflegri neyslu áfengis. Sumir hafa jafnvel misst ástvini og geta rakið þær ófarir beint eða óbeint til ofdrykkju. Ég hef mikla samúð með þeim. Ég tel hins vegar ólíklegt að þeir sem búi yfir slíkri reynslu hugsi sem svo að einokunarverslun ríkisins hafi þrátt fyrir allt dregið úr skaða þeirra. Að drykkjusjúklingurinn hafi jú lifað nokkrum árum lengur þar sem áfengið fékkst ekki í Nettó eða Krónunni. Ég held ekki. Það er nefnilega þannig að þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir alkóhólista. Hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir. En andstæðingar frumvarpsins hafa af þessu miklar áhyggjur. Auðvitað er maður þakklátur öllum þessum fjölda fólks sem ber hag okkar hinna fyrir brjósti og vill gæta þess að við förum okkur ekki að voða. Ég vil hins vegar fyrir mína hönd fá að afþakka þessa umhyggju pent og bendi á einfalda lausn sem allir ættu að geta fellt sig við. Þeir verslunarmenn sem vilja selja áfengi fái að gera það undir ákveðnum skilyrðum, þeir sem ekki vilja selja það sleppi því. Þeir sem vilja kaupa áfengi í matvöruverslunum fái að gera það. Þeir sem vilja ekki kaupa áfengið þar sleppi því. Ef til vill eru þetta agalega róttækar tillögur. Mér finnst það ekki. Hvað finnst þér? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun