Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Berta Daníelsdóttir Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira