Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2017 19:32 Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. Yfirlögregluþjónn segir vísindamenn skorta fjármagn til það að mæla megi jökulinn betur og vinna megi betur úr rannsóknum til þess að segja fyrir um hugsanlegt eldgos. Í almannavarnaskipulagi fyrir Kötlugos eru fyrirframgerðar áætlanir um rýmingu. Með mikilli aukningu ferðamanna á svæðinu hafa lögregluyfirvöld áhyggjur af því að þeir komi ekki til með að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem á svæðinu eru komi til eldgoss. Vísindaráð almannavarna sendi frá sér tilkynningu í fyrradag um að auknar líkur væru á Kötlugosi, en það er metið vegna aukinnar jarðskjálftavirkni á svæðinu frá því í ágúst í fyrra. „Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun frá því í fyrra og fengið upplýsingar frá vísindamönnum og höfum verið að funda með íbúum í Vík og meðal annars haldið fundi með ferðaþjónustu aðilum og erlendum verkamönnum og kynnt þeim skipulag vegna rýminga og erum held ég á ágætri leið,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Surlandi.Aukning ferðamanna eykur hættu Oddur segir hins vegar að með aukningu ferðamanna á svæðinu hafi hætta á svæðinu auki til muna. „Verkefnið er hinsvegar stórt. Þetta er ekki sama samfélag og við vorum að fást við fyrir 10-15 árum síðan þegar að það voru 300-400 sem að bjuggu í Vík og af öðrum þurftum við ekki að hafa áhyggjur,“ segir Oddur. Í dag gista að jafnaði um ellefu hundruð manns í Vík og á svæðinu í kring á hverri nóttu og á hverrjum degi skipta ferðamenn þúsundum sem um svæðið fara. Til að mynda fari um fjögur þúsund ferðamenn um Reynisfjöru á hverjum degi. Oddur segir að almannavarnaskipulagið taki vel á lokunum á svæði og takmarkanir á umferð. „Hins vegar er mun erfiðara að eiga við þessa ferðamenn sem eru uppi um fjöll og fyrnindi og þar með mun erfiðara að eiga við rýmingar á þeim svæðum að auki og við gætum setið uppi með það að þurfa að fara grípa fyrr inn í og fara loka svæðum og erum með það í ákveðinni vinnslu hvernig að því verði staðið.Gönguleiðum ekki lokað Skilaboðum um að gos sé að hefjast verða send í alla farsíma á svæðinu í gegnum sms-kerfi Neyarlínunnar, meðal annars á ensku. Oddur segir að gönguleiðum á svæðinu verði ekki lokað eins og staðan er í dag en að vísindamenn séu á varðbergi. Þá segist Oddur hafa áhyggur af því að vegna fjárskorts frá yfirvöldum verði viðbrögð viðbragðsaðila vegna hugsanlegs goss seinni en vera þyrfti. „Það sem mér finnst nú kannski fróðlegast að heyra og hrökk svo lítið í kút að heyra að við eigum ekki nógu öflugt mælanet og við eigum ekki fjármagn til að fljúga yfir til að gera þær mælingar sem eru nauðsynlegar til þess að viðvörunarkerfi séu að skila því sem það gæti gert. Það vantar fjármagn til þess að gera ákveðnar mælingar og þétta mælanetið og við þurfum að huga að því að því að okkur vantar ekki þekkinguna hún er greinilega gríðarleg,“ segir Oddur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira