FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1.
FIA hefur með samþykki sínu gert Liberty Media kleift að stíga næstu skref í þá átt að taka yfir Delta Topco sem er móðurfélag Formúlu 1. Liberty Media vill klára samninginn í janúar mánuði. Sem er skemmri tímarammi en gert hafði verið ráð fyrir.
„Alþjóða akstursíþrótta ráðið hefur einróma samþykkt breytt eignarhald á Delta Topco hf. frá CVC Capital Partnest, til Liberty Media Corp. á fundi sínum í dag,“ segir í yfirlýsingu frá FIA.
„Alþjóðlega akstursíþróttaráðið er þeirrar trúar að Liberty, sem þekkt fjölmiðlasamstæða með reynslu á sviði íþrótta og afþreyinga, sé augljóslega í vel staðsett til að tryggja áframhaldandi þróun á fremstu mótaröð ráðsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media

Tengdar fréttir

Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum
Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins.

McLaren ætlar sér stóra hluti 2017
Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu.

Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes
Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton.