Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2017 18:30 Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25
Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00
Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00