Jón Axel setti niður þrjá þrista fyrir framan Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 11:30 Jón Axel Guðmundsson og Steph Curry. Vísir/Samsett/Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti mjög flottan leik með Davidson í nótt þegar liðið vann fjórtán stiga sigur á Duquesne, 74-60. Það sem var merkilegt við leikinn í gær var að Stephen Curry, mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, var meðal áhorfenda. Það var ekki slæmt fyrir íslenska unglingalandsliðsmanninn að geta sýnt flotta takta fyrir framan einn besta körfuboltamanns heims. Stephen Curry lék með Davidson-skólanum frá 2006 til 2008 og skoraði þá 25,3 stig að meðaltali í 104 leikjum. Hann er eins og kunnugt er frábær skytta og okkar maður var líka heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum í nótt. Curry heimsótti gamla skólann sinn í gær en Golden State Warriors er ferðalagi um Austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Warriors-liðið mætir einmitt liði Charlotte Hornets á útivelli í kvöld. Davidson er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá borginni Charlotte. Jón Axel var með 12 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum í nótt og Curry var örugglega sáttur með Íslendinginn þegar þeir hittustu eftir leik. Jón Axel hitti líka úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum en enginn annar leikmaður Davidson-liðsins skoraði fleiri þrista en hann í þessum leik. Jón Axel skoraði tvær af þriggja stiga körfum sínum í fyrri hálfleiknum sem Davidson vann 39-16. Fyrsti þristurinn hans kom Davidson í 7-0 eftir tveggja mínútna leik og þristur númer tvö kom Davidson í 10-0 eftir 2 mínútur og 43 sekúndur. Hér fyrir neðan má sjá Jón Axel Guðmundsson og félaga með Stephen Curry í búningsklefa Davidson eftir leikinn.#CatsWin and always great to have #30 in the house @stephencurry30 @davidsonmbb pic.twitter.com/a1zKQrkXKW— Matt McKillop (@mamckillop) January 25, 2017 Special day for @StephenCurry30 - jersey retired by @charchristiannc & student section at @DavidsonCollege named in his honor. #Section30 pic.twitter.com/bLM4GhuZ1X— GoldenStateWarriors (@warriors) January 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum