Vísindamenn berjast gegn þöggun ríkisstjórnar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2017 15:36 Starfsmenn fjölmargra stofnana í Bandaríkjunum hafa stofnað fjölda Twitter-síðna til þess að berjast gegn því sem þeir sjá sem þöggunartilburði ríkisstjórnar Donald Trump. Þeir nota Twitter til að koma út upplýsingum um rannsóknir varðandi hnattræna hlýnun og önnur vísindi, en ríkisstjórnin hefur stöðvað opinberar Twitter-síður stofnananna. Þar á meðal eru starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Umhverfisstofnun. Hægt er að sjá lista yfir síðurnar hér. Í síðustu viku var starfsmönnum Innanríkisráðuneytis Bandaríkjanna bannað að nota Twitter-síðu ráðuneytisins eftir að starfsmaður tísti tölum um hver margir hefðu fylgst með innsetningarathöfn Trump og að síða á vef Hvíta hússins um hnattræna hlýnun væri horfin.Samkvæmt Reuters hafa starfsmenn fleiri stofnanna fengið álíka skilaboð síðan. Þær takmarkanir sem settar hafa verið á umrædda opinbera starfsmenn hafa aukið áhyggjur yfir því að Trump vilji fela rannsóknir sem sýni fram á að brennsla jarðeldsneytis og aðrar aðgerðir manna ýti undir hnattræna hlýnun.Á þriðjudaginn birtust nokkur tíst um hnattræna hlýnun á Twitter-síðu Badlands þjóðgarðsins í Suður-Dakóta. Þeim tístum var eytt fljótlega eftir að þau voru birt. Innan nokkurra klukkustunda spruttu upp óopinberar Twitter-síður ýmissa stofnanna. Á einum þeirra fyrstu má sjá tístið: „Getum ekki beðið eftir að Trump forseti kalli okkur „Fake News“. Þú getur tekið opinberar Twitter-síður okkar, en þú munt aldrei taka frítíma okkar.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Starfsmenn fjölmargra stofnana í Bandaríkjunum hafa stofnað fjölda Twitter-síðna til þess að berjast gegn því sem þeir sjá sem þöggunartilburði ríkisstjórnar Donald Trump. Þeir nota Twitter til að koma út upplýsingum um rannsóknir varðandi hnattræna hlýnun og önnur vísindi, en ríkisstjórnin hefur stöðvað opinberar Twitter-síður stofnananna. Þar á meðal eru starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Umhverfisstofnun. Hægt er að sjá lista yfir síðurnar hér. Í síðustu viku var starfsmönnum Innanríkisráðuneytis Bandaríkjanna bannað að nota Twitter-síðu ráðuneytisins eftir að starfsmaður tísti tölum um hver margir hefðu fylgst með innsetningarathöfn Trump og að síða á vef Hvíta hússins um hnattræna hlýnun væri horfin.Samkvæmt Reuters hafa starfsmenn fleiri stofnanna fengið álíka skilaboð síðan. Þær takmarkanir sem settar hafa verið á umrædda opinbera starfsmenn hafa aukið áhyggjur yfir því að Trump vilji fela rannsóknir sem sýni fram á að brennsla jarðeldsneytis og aðrar aðgerðir manna ýti undir hnattræna hlýnun.Á þriðjudaginn birtust nokkur tíst um hnattræna hlýnun á Twitter-síðu Badlands þjóðgarðsins í Suður-Dakóta. Þeim tístum var eytt fljótlega eftir að þau voru birt. Innan nokkurra klukkustunda spruttu upp óopinberar Twitter-síður ýmissa stofnanna. Á einum þeirra fyrstu má sjá tístið: „Getum ekki beðið eftir að Trump forseti kalli okkur „Fake News“. Þú getur tekið opinberar Twitter-síður okkar, en þú munt aldrei taka frítíma okkar.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira