Rússneskir þjálfarar sem láta íþróttamenn nota ólögleg lyf eru enn að störfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 19:00 Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00
Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00
Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30