Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 17:03 Þrjár efstu í kvennaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira