Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 17:03 Þrjár efstu í kvennaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira
Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira