Forseti ÍSÍ biðst afsökunar: Hefði átt að orða hug minn betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:29 Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ er annar frá hægri. Hér er hann á blaðamannafundi ÍSÍ fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2: Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Afrekssjóður ÍSÍ kynnti fyrr í vikunni fyrri úthlutun sína á árinu 2017 en tvö sérsambönd lýstu yfir óánægju með sinn hlut, sérstaklega forráðamenn Fimleikasambands Íslands. Sagði Lárus í fréttunum í gær að ummæli þau sem bæði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, létu falla væru ekki til þess fallin að þau fengju meira í næstu úthlutun. Lárus segir að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki haft í hótunum við þessi tvö sambönd, eins og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, lögmaður og meðstjórnandi hjá Fimleikasambands Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni. Yfirlýsingu Lárusar má lesa í heild sinni hér: „Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur. Ég var spurður að því hvort þau gætu vænst þess að „fá stærri bita af kökunni” þegar úthlutað verður úr sjóðnum síðar á árinu og svaraði ég því þannig að þessar athugasemdir út af fyrir sig myndu ekki leiða til þess heldur fengju þau úthlutun í samræmi við þær reglur sem þá gilda. Eins og ítarlega hefur verið kynnt á liðnum mánuðum þá stendur yfir endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ. Næsta úthlutun úr sjóðnum mun taka mið af þeim reglum og að sjálfsögðu mun það gilda um alla þá sem sækja munu um til sjóðsins. Tilvísun til reglna sjóðsins átti því ekki að skiljast sem hótun til þessara tveggja sérsambanda sem athugasemdir gerðu. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍVefslóð á umrætt viðtal á Stöð2:
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Forseti ÍSÍ sakaður um hroka og dónaskap: „Maðurinn er að hóta þessum samböndum“ Fleiri eru ósáttir við þau orð sem Lárus Blöndal lét falla um viðbrögð KKÍ og FSÍ við úthlutun úr Afrekssjóði 2017. 10. janúar 2017 10:49
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15
Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. 9. janúar 2017 21:13