Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á Rúv, stýrði viðtalinu og spurði Guðjón Val hvort að Íslendingar þyrftu ekki að stytta „gamla, vonda slæma kaflann“.
Ísland var yfir í hálfleik, 12-10, en Spánverjar gerðu út um leikinn með 6-0 kafla í síðari hálfleik.
„Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá.
„Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur.“
Sjá einnig: Sorg á Twitter í seinni hálfleik: "Slæmi kaflinn, góða kvöldið“
Þar með var viðtalinu lokið og tóku við umræður í myndveri Rúv í Efstaleiti. Logi Geirsson, annar sérfræðinga í myndveri, tjáði sig um málið.
Viðtalið má sjá hér að neðan.
Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
„Það er hárrétt að spyrja þessarar spurningar. Það kemur 6-0 kafli hjá okkur. Sá sem segir að það kemur ekki slæmur kafli, hann verður að endurskoða eitthvað,“ sagði Logi.
Sjá einnig: Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni
Umrætt viðtal má sjá á vef Rúv en það hefst eftir tvær klukkustundir, eina mínútu og 50 sekúndur.