Eldri bróðir Dags Sigurðssonar orðinn framkvæmdastjóri Vals Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2017 16:30 Dagur Sigurðsson var áður framkvæmdastjóri Vals eins og bróðir sinn. vísir/epa Það rennur svo sannarlega Valsblóð í æðum nýja framkvæmdastjóra Knattspyrnufélagsins Vals. Valsmenn tilkynntu í dag að Lárus Bl. Sigurðsson muni taka við stöðu framkvæmdastjóra Vals næstkomandi mánudag sem er 16 janúar 2017. Lárus er mörgum kunnur, hann er uppalinn Valsari, eins og hans fjölskylda öll, en hann er sonur Sigurðar Dagssonar og Ragnheiðar Lárusdóttur og bræður hans eru Dagur og Bjarki. Dagur er eins og kunnugt er núverandi þjálfari Evrópumeistara Þýskalands og mun taka við japanska landsliðinu í sumar. Sigurður Dagsson varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu með Val eða árin 1966, 1967 og 1976. Dagur Sigurðsson varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val í handbolta, fyrst 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Lárus Sigurðsson átti einnig sinn feril í boltanum en var leikmaður í bæði handbolta og fótbolta á sínum yngri árum og var markvörður og fyrirliði meistaraflokks karla. Lárus lék 85 leiki í efstu deild fyrir Val á árunum 1994 til 1998 en hann var síðan varamarkvörður Hjörvars Hafliðasonar sumarið 1999. Lárus var fyrirliði Valsliðsins sumarið 1998. Lárus lék áður 36 leiki með Þór á Akureyri frá 1992 til 1993. Lárus starfaði í fjármálageiranum í rúmlega áratug, en hefur verið forstjóri Bílanaust undanfarin ár. „Vonumst við til að reynsla hann í atvinnulífinu, sem og góð tengsl innan félagsins muni nýtast Val í þeirri spennandi uppbyggingu sem framundan er á Hlíðarenda,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna. Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Það rennur svo sannarlega Valsblóð í æðum nýja framkvæmdastjóra Knattspyrnufélagsins Vals. Valsmenn tilkynntu í dag að Lárus Bl. Sigurðsson muni taka við stöðu framkvæmdastjóra Vals næstkomandi mánudag sem er 16 janúar 2017. Lárus er mörgum kunnur, hann er uppalinn Valsari, eins og hans fjölskylda öll, en hann er sonur Sigurðar Dagssonar og Ragnheiðar Lárusdóttur og bræður hans eru Dagur og Bjarki. Dagur er eins og kunnugt er núverandi þjálfari Evrópumeistara Þýskalands og mun taka við japanska landsliðinu í sumar. Sigurður Dagsson varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu með Val eða árin 1966, 1967 og 1976. Dagur Sigurðsson varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val í handbolta, fyrst 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Lárus Sigurðsson átti einnig sinn feril í boltanum en var leikmaður í bæði handbolta og fótbolta á sínum yngri árum og var markvörður og fyrirliði meistaraflokks karla. Lárus lék 85 leiki í efstu deild fyrir Val á árunum 1994 til 1998 en hann var síðan varamarkvörður Hjörvars Hafliðasonar sumarið 1999. Lárus var fyrirliði Valsliðsins sumarið 1998. Lárus lék áður 36 leiki með Þór á Akureyri frá 1992 til 1993. Lárus starfaði í fjármálageiranum í rúmlega áratug, en hefur verið forstjóri Bílanaust undanfarin ár. „Vonumst við til að reynsla hann í atvinnulífinu, sem og góð tengsl innan félagsins muni nýtast Val í þeirri spennandi uppbyggingu sem framundan er á Hlíðarenda,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira