HBstatz: Rúnar bestur í sókn en Ólafur bestur í vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 10:30 Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira