Tólf manns handteknir vegna árásarinnar í Istanbúl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 23:15 Lögreglan hefur birt mynd af manninum og vonast til að fá hann nafngreindan. Vísir/AFP Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann. Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann.
Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03
Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10