Tólf manns handteknir vegna árásarinnar í Istanbúl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 23:15 Lögreglan hefur birt mynd af manninum og vonast til að fá hann nafngreindan. Vísir/AFP Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann. Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur gert áhlaup víðsvegar um Istanbúl og handtekið tólf manns í leit að manninum sem gerði árás á næturklúbb á nýársnótt og myrti 39 manns ásamt því að særa tæplega sjötíu. BBC greinir frá.Maðurinn réðst inn á næturklúbbinn Reina klukkan 1:30 að staðartíma, eða klukkan 22:30 á íslenskum tíma á nýársnótt og hóf skothríð á gesti staðarins sem þar voru samankomnir til þess að fagna áramótum. Sjá einnig: Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í IstanbúlAð sögn lögregluyfirvalda í borginni hefur lögreglan undir höndum fingraför árásarmannsins og hefur jafnframt birt myndir af honum á netinu. Vonast er til þess að hægt verði að nafngreina hann fljótlega. Sérsveit lögreglunnar hefur gert áhlaup víðsvegar um borgina og notað þyrlu við aðgerðir sínar. Talið er að hann sé frá Úsbekistan eða Kirgistan en um tveir þriðju af fórnarlömbum hans voru af erlendu bergi brotnir. Áður hefur komið fram að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan rannsakar nú hvort að maðurinn tengist sama hóp vígamanna og myrti tugi saklausra borgara á Ataturk flugvellinum í Istanbúl síðasta sumar. Hryðjuverkasamtökin sögðu meðal annars í yfirlýsingu sinni að árásin hefði verið framið af,,hetjulegum hermanni"sínum og sökuðu samtökin Tyrki um að úthella blóði múslíma með loftárásum sínum í Sýrlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin hafa með beinum hætti lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkum í landinu. Lögreglan vonar að ekki einungis verði hægt að hafa hendur í hári mannsins heldur einnig þeirra sem taldir eru hafa aðstoðað hann.
Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03
Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás í Istanbúl á nýársnótt. 2. janúar 2017 10:10