Airbnb útleiga meira en afhending lykla Sæunn Gísladóttir skrifar 4. janúar 2017 09:00 Hermann Guðmundsson hefur starfað sem leiðsöguðmaður en Guðmundur Árni Ólafsson í hótelgeiranum. vísir/gva „Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel." Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel."
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00