Ungu strákana langar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2017 06:00 Ólafur Guðmundsson var með 6 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira