Frakkar unnu leikinn á endanum með tveimur mörkum. 29-27, eftir góðan endasprett.
Slóvenska liðið var tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir en Frakkarnir unnu lokamínúturnar 6-2 og tryggðu sér sigurinn.
Kentin Mahé, leikmaður Flensburg-Handewitt, fór á kostum í leiknum og skoraði alls þrettán mörk fyrir franska landsliðið.
Mahé skoraði fjögur mörk á lokamínútum leiksins eða tveimur meira en allt slóvenska liðið skoraði á sama tíma.
Staðan var 11-11 í hálfleik eftir að Slóvenarnir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Slóvenar komust síðan í 15-13 í upphafi seinni hálfleiksins og voru skrefinu á undan þar til í lokin.
Slóvenar eru í riðli með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og þessir úrslit sýna að þeir eru til alls líklegir í B-riðlinum.
Ísland mætir Slóveníu á laugardaginn eftir rúma viku en það verður annar leikur liðanna á heimsmeistaramótinu.
29 - 27 | Bein Sports 1 | FIN DU MATCH A TOULOUSE, LA FRANCE L'EMPORTE CONTRE LA SLOVENIE ! #BLEUETFIER pic.twitter.com/MycYpTcSXL
— Equipes France Hand (@FRAHandball) January 6, 2017
C'est fini !
— Esprit Handball (@EspritHandball) January 6, 2017
Victoire des Bleus avec notamment un INCROYABLE Kentin Mahé ce soir ! #FRASLO #EspritHandball pic.twitter.com/EQmFbUFe7a