Kretzschmar: Sambandið hefði átt að borga Degi meira Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 09:00 Dagur Sigurðsson í útsendingu ARD í Þýskalandi með þeim Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir að Þýskaland varð Evrópumeistari. Mynd/Skjáskot Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta og einn helsti handboltasérfræðingur Þjóðverja, er enn ósáttur við að Dagur Sigurðsson muni hætta sem þjálfari þýska landsliðsins eftir HM í handbolta. Eins og kunnugt er ákvað Dagur að nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið. Samningur hans var í gildi til 2020 en með því að nýta sér ákvæðið gat hann hætt strax eftir HM í Frakklandi. Það gerði hann í haust og samdi við handknattleikssamband Japans til ársins 2024. Hann hefur þar störf um næstu mánaðarmót. „Þýska sambandið barðist aldrei nógu mikið fyrir því að halda Degi,“ sagði Kretzschmar í samtali við Welt am Sonntag. „Þvert á móti var því tekið þegandi og hljóðalaust þegar það var tilkynnt að hann myndi nýta sér riftunarákvæðið.“ Sjá einnig: Dagur þakkar fyrir sig: Árið sem ég borðaði hamborgara með Merkel og spilaði golf með Beckenbauer Síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu hefur hann gert liðið að Evrópumeistara og bronsliði á Ólympíuleikum eftir margra ára lægð þýska liðsins. Kretzschmar segir að það hefði átt að borga Degi meira og fjarlægja um leið riftunarákvæðið úr samningi hans um leið og hann vann Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. „Ég veit að það var sátt á meðal þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni að hjálpa til fjárhagslega til að halda Degi í starfi. En það virtist ekki hafa náð í gegn hjá þeim í sambandinu.“ Christian Prokop og Markus Baur eru sagðir líklegastir til að taka við starfinu af Degi. Handbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kretzschmar segir velgengni þýska landsliðsins lykilatriði "Við erum með góða drengi í landsliðinu og frábæran þjálfara. Krakkar eru byrjaðir að spila handbolta aftur.“ 31. ágúst 2016 17:00 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Nýkrýndur Evrópumeistari segir að árangur Þýskalands þurfi ekki endilega að koma á óvart. 31. janúar 2016 19:03 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta og einn helsti handboltasérfræðingur Þjóðverja, er enn ósáttur við að Dagur Sigurðsson muni hætta sem þjálfari þýska landsliðsins eftir HM í handbolta. Eins og kunnugt er ákvað Dagur að nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið. Samningur hans var í gildi til 2020 en með því að nýta sér ákvæðið gat hann hætt strax eftir HM í Frakklandi. Það gerði hann í haust og samdi við handknattleikssamband Japans til ársins 2024. Hann hefur þar störf um næstu mánaðarmót. „Þýska sambandið barðist aldrei nógu mikið fyrir því að halda Degi,“ sagði Kretzschmar í samtali við Welt am Sonntag. „Þvert á móti var því tekið þegandi og hljóðalaust þegar það var tilkynnt að hann myndi nýta sér riftunarákvæðið.“ Sjá einnig: Dagur þakkar fyrir sig: Árið sem ég borðaði hamborgara með Merkel og spilaði golf með Beckenbauer Síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu hefur hann gert liðið að Evrópumeistara og bronsliði á Ólympíuleikum eftir margra ára lægð þýska liðsins. Kretzschmar segir að það hefði átt að borga Degi meira og fjarlægja um leið riftunarákvæðið úr samningi hans um leið og hann vann Evrópumeistaratitilinn fyrir ári síðan. „Ég veit að það var sátt á meðal þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni að hjálpa til fjárhagslega til að halda Degi í starfi. En það virtist ekki hafa náð í gegn hjá þeim í sambandinu.“ Christian Prokop og Markus Baur eru sagðir líklegastir til að taka við starfinu af Degi.
Handbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kretzschmar segir velgengni þýska landsliðsins lykilatriði "Við erum með góða drengi í landsliðinu og frábæran þjálfara. Krakkar eru byrjaðir að spila handbolta aftur.“ 31. ágúst 2016 17:00 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Nýkrýndur Evrópumeistari segir að árangur Þýskalands þurfi ekki endilega að koma á óvart. 31. janúar 2016 19:03 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Kretzschmar segir velgengni þýska landsliðsins lykilatriði "Við erum með góða drengi í landsliðinu og frábæran þjálfara. Krakkar eru byrjaðir að spila handbolta aftur.“ 31. ágúst 2016 17:00
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Nýkrýndur Evrópumeistari segir að árangur Þýskalands þurfi ekki endilega að koma á óvart. 31. janúar 2016 19:03
Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni