Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Aaron Rodgers virðist til alls líklegur í ár. Vísir/Getty Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sjá meira
Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sjá meira
NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49