NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 12:49 Brock Osweiler fagnar en hann leiddi Houston Texans til sigurs. Vísir/Getty Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins. NFL Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur „Wild card“ leikjunum Houston Texans vann þá 27-14 sigur á Oakland Raiders og Seattle Seahawks vann Detroit Lions 26-6.Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston Texans, hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu eftir að hafa ekki náð að standa undir þeim risasamning sem hann fékk í sumar. Osweiler var meðal annars settur á bekkinn á dögunum en kom aftur inn fyrir þennan leik af því að varamaðurinn hans mátti ekki spila eftir að hafa fengið höfuðhögg. Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum með fínum leik í nótt þegar hann leiddi Houston Texans til sigurs. Í mikilvægri í sókn í fyrri hálfleik sýndi hann meira að segja frábær tilþrif. Osweiler skoraði snertimark sjálfur auk þess að gefa snertimarkssendingu. Hvort að hann geti spilað svona vel um næstu helgi á eftir að koma í ljós. Oakland Raiders missti tvo leikstjórnendur í meiðsli á síðustu tveimur vikum og þurfti því að tefla fram nýliðanum Connor Cook í þessari mikilvægu stöðu í nótt. Connor Cook varð þá fyrsti leikstjórnandinn sem byrjar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni og að auki var hann að mæta bestu vörninni í NFL-deildinni. Það kom því ekkert á óvart að tímabil Oakland Raiders hafi endað í nótt. Það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hver verður mótherji Houston Texans í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Seattle Seahawks liðið er því komið í undanúrslitin fimmta árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Detroit Lions liðið hefur aftur á móti tapað níu leikjum í röð í úrslitakeppninni sem er met en liðið hefur ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 1991. Löng bið lengdist því enn frekar í nótt. Seattle Seahawks komst yfir í leiknum eftir ótrúleg tilþrif útherjans Paul Richardson sem greip þá boltann í vonlítilli stöðu í endamarkinu. Það var annars hlauparinn Thomas Rawls sem var besti maður Seattle-liðsins en hann setti nýtt félagsmet með því að hlaupa 161 jarda. Detroit Lions átti magnað tímabil en lenti í miklum vandræðum í lok tímabilsins þegar leikstjórnandinn meiddist á fingri. Hann spilaði í gegnum meiðslin en var ekki sami leikmaður. Detroit endaði tímabilið því á fjórum tapleikjum í röð. Seattle Seahawks mætir Atlanta Falcons í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en sá leikur fer fram á heimavelli Atlanta-liðsins.
NFL Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira