Forsetinn vitnaði í Goethe í samúðarkveðju til þýska forsetans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“ Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05