Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Brandenborgarhliðið í Berlín baðað þýsku fánalitunum til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42