Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 09:31 Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53