Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 14:51 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31