Jólaprófatöfrar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 07:00 Nú á ég menntaskólastúlku sem les fyrir próf og dæsir. Vafrar um, opnar og lokar eldhússkápum og dæsir hærra. Horfir á okkur hin jólastússast brostnum augum og fer aftur inn í herbergi að læra. Lætur sig dreyma um jólahreingerningu. Við hin reynum að halda niðri í okkur jólagleðinni. Þetta jólaprófaástand á heimilinu hefur kallað fram minningar. Og prófsöknuðurinn helltist yfir mig þegar ég var hjá afa um daginn og henti mér í sófann eftir að hafa borðað jólasmáköku eftir uppskrift ömmu. Kökubragðið í munninum og afalyktin af teppinu færði mig aftur til menntaskólaáranna þegar ég lærði fyrir próf inni á kontór hjá afa og ömmu. Jólasmákökurnar góðu voru í innsigluðu boxi (tvöfalt límband, alveg satt) og í frystinum voru sörur sem voru heilagri en kirkjuklukkurnar á aðfangadag. Ég stalst eins og lúmskur köttur í báðar sortir eftir hvern kafla. Svo óforskömmuð var ég að afföllin hafa vart farið fram hjá nokkrum manni. Ætli sönn ást sé að leyfa barnabarninu að stelast í fimmtíu klukkustunda bakstur án þess að skammast? Verandi í menntaskóla bar ég að sjálfsögðu ómögulega ást í brjósti. Þannig að á fimm mínútna fresti hlustaði ég á Creep með Radiohead og grenjaði með hljóðum í hvert skipti sem Yorkinn minn söng „I want a perfect body, I want a perfect soul“ og var sannfærð um að enginn myndi nokkurn tímann elska mig. Á meðan á þessu stóð þreif amma veggina fyrir hátíðirnar með ajaxblöndu sem myndi drepa tíu fiska í ferskvatni og afi horfði á enska boltann. Örugglega hristu þau bæði tvö hausinn yfir æsku landsins sem lá steinsofandi á dívaninum inni á kontór með grátbólgin augu. Undir afateppi með smjörkrem út á kinn og hálfa smáköku í hendinni. Í miðjum prófum. Örugg og alsæl. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Nú á ég menntaskólastúlku sem les fyrir próf og dæsir. Vafrar um, opnar og lokar eldhússkápum og dæsir hærra. Horfir á okkur hin jólastússast brostnum augum og fer aftur inn í herbergi að læra. Lætur sig dreyma um jólahreingerningu. Við hin reynum að halda niðri í okkur jólagleðinni. Þetta jólaprófaástand á heimilinu hefur kallað fram minningar. Og prófsöknuðurinn helltist yfir mig þegar ég var hjá afa um daginn og henti mér í sófann eftir að hafa borðað jólasmáköku eftir uppskrift ömmu. Kökubragðið í munninum og afalyktin af teppinu færði mig aftur til menntaskólaáranna þegar ég lærði fyrir próf inni á kontór hjá afa og ömmu. Jólasmákökurnar góðu voru í innsigluðu boxi (tvöfalt límband, alveg satt) og í frystinum voru sörur sem voru heilagri en kirkjuklukkurnar á aðfangadag. Ég stalst eins og lúmskur köttur í báðar sortir eftir hvern kafla. Svo óforskömmuð var ég að afföllin hafa vart farið fram hjá nokkrum manni. Ætli sönn ást sé að leyfa barnabarninu að stelast í fimmtíu klukkustunda bakstur án þess að skammast? Verandi í menntaskóla bar ég að sjálfsögðu ómögulega ást í brjósti. Þannig að á fimm mínútna fresti hlustaði ég á Creep með Radiohead og grenjaði með hljóðum í hvert skipti sem Yorkinn minn söng „I want a perfect body, I want a perfect soul“ og var sannfærð um að enginn myndi nokkurn tímann elska mig. Á meðan á þessu stóð þreif amma veggina fyrir hátíðirnar með ajaxblöndu sem myndi drepa tíu fiska í ferskvatni og afi horfði á enska boltann. Örugglega hristu þau bæði tvö hausinn yfir æsku landsins sem lá steinsofandi á dívaninum inni á kontór með grátbólgin augu. Undir afateppi með smjörkrem út á kinn og hálfa smáköku í hendinni. Í miðjum prófum. Örugg og alsæl. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun