Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes.
Margir hafa sýnt sætinu hjá Mercedes áhuga. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist hikandi yfir því að leita til samningsbundinna ökumanna og nefndi Alonso og Sebastian Vettel í því samhengi.
Alonso sagði á fundi með starfsfólki McLaren-Honda liðsins að hann trúði á verkefnið og væri ekki á förum frá liðinu.
„Ég hef trú á verkefninu. Ég ætla að gefa mig allan í það og vil verða heimsmeistari með Mclaren-Honda. Það er mitt markmið,“ sagði Alonso.
Valtteri Bottas er líklegastur til að taka sæti hjá Mercedes liðinu. Pascal Wehrlein er þó einnig líklegur. Ætla má að Wehrlein verði kallaður til ef samningar á milli Williams og Mercedes takast ekki.
Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda

Tengdar fréttir

Valtteri Bottas líklegur til að fara til Mercedes
Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas er orðinn líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka tóma sætið hjá Mercedes liðinu.

Mercedes hefur áhuga á Alonso
Eftir að heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur í Formúlu 1 er laust pláss um borð hjá Mercedes-liðinu.

Rosberg: Næsta skref er að einbeita mér eingöngu að því að vera faðir og eiginmaður
Nico Rosberg sem tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil ökumanna um síðustu helgi tilkynnti óvænt í dag að hann sé hættur keppni í Formúlu 1.