Einn fremsti íþróttamaður Belga fékk leyfi fyrir líknardrápi: „Friðsæll dauði lætur mér líða vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:00 Marieke Vervoort vill ráða því sjálf hvenær hún kveður þennan heim. vísir/getty Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Sjá meira
Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Sjá meira