Spennandi andstæður sembalsins Jónas Sen skrifar 17. desember 2016 10:30 Geisladiskur In Paradisum Verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Kolbein Bjarnason, Svein Lúðvík Björnsson Flytjandi: Guðrún Óskarsdóttur semballeikari Smekkleysa Fyrir þá sem ekki vita er semball hljómborðshljóðfæri og er forfaðir píanósins. Ekki er barið á strengina með hömrum líkt og í því síðarnefnda, heldur er mekanismi sem plokkar þá. Semballinn var mjög vinsæll á endurreisnar- og barokktímanum. Með tilkomu píanósins hvarf hann smám saman af sjónarsviðinu. Hann hefur þó orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum, bæði í flutningi á barokktónlist, og einnig nýrri músík. Á nýútkomnum geisladiski með Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara er eingöngu að finna ný verk eftir nokkur íslensk tónskáld. Helsti gallinn við sembalinn er hversu veikróma hann er. Það skiptir hins vegar ekki máli þegar geisladiskur er annars vegar. Maður hækkar bara í græjunum! Semballinn sem hér er leikið á er sérlega hljómfagur, og upptakan er svo gott sem fullkomin. Hún er notalega djúp og breið, en samt skýr. Hvert einasta smáatriði heyrist greinilega. Nokkrir þættir sem saman bera heitið In Paradisum II eftir Úlfar Inga Haraldsson koma afar vel út. Þetta eru stemningsverk, það er yfir þeim helgi og friður. Rafhljóð auka mjög á andrúmsloftið. Langir, þokukenndir rafhljómarnir og hvassir tónar sembalsins skapa heillandi andstæður. Fingerprints eftir Önnu Þorvaldsdóttur er allt öðru vísi, en ekkert síður ánægjulegt áheyrnar. Tónlistin er ofsafengin, tilfinningarnar ólgandi. Byggt er á tiltölulega einföldu tónefni sem unnið er úr á þráhyggjukenndan hátt. Áferðin er myrk, en ávallt spennandi. Eins og nafnið ber með sér er Tif... og klukkan tifar til móts við tímann eftir Svein Lúðvík Björnsson mun vélrænni. Sveinn er hér hófsamur eins og venjulega. Grunnhugmyndin er fábrotin og einföld, úrvinnslan markviss og án útúrdúra. Verkið er dálítið fráhrindandi, þetta er jú hugleiðing um tímann sem engu eirir; hverjum finnst það skemmtilegt? Andrúmsloftið í Danses achroniques (Tímalausum dönsum) eftir Kolbein Bjarnason er sömuleiðis nokkuð hryssingslegt. Þetta eru hefðbundnir dansar frá barokktímanum; sarabanda, allemande, courante, o.s.frv. Í gamla daga voru slíkir dansar ávísun á notalega skemmtitónlist, en hér er því ekki að heilsa. Sömu formúlur eru þó fyrir hendi, en stefin eru afstrakt, hljómarnir ómstríðir, rytminn óreglulegur. Kolbeinn vinnur úr þessum grunni af mikilli ákefð og niðurstaðan er dökkur tónavefur, napur og kaldur. Þar með er ekki sagt að verkið sé slæmt ? síður en svo. Tónlist þarf ekki alltaf að vera hugguleg. Aðalatriðið er að tónskáldinu takist að koma meiningu sinni til skila. Músíkin verður að vera sönn, ef svo má segja. Atburðarásin í henni hér er ávallt athyglisverð. Hún er rökrétt en kemur þó stöðugt á óvart. Fyrir bragðið virkar hún og hittir í mark. Guðrún leikur allt af einstakri fagmennsku. Hraðar nótnarunur eru jafnar og skýrar. Hljómarnir eru nákvæmir, hrynjandin hnitmiðuð. Á geisladiskinum er að finna spuna eftir hana sjálfa en þar býr hún til hljóð með banki á sembalinn, strokum, o.s.frv. Þar birtist manni önnur mynd af hljóðfærinu en þessi venjulega. Hún er dáleiðandi og unaðsleg. Útkoman er óneitanlega mögnuð.Niðurstaða: Ákaflega vandaður geisladiskur, ólíkar en eftirtektarverðar tónsmíðar, frábær spilamennska. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016. Tónlistargagnrýni Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Geisladiskur In Paradisum Verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Kolbein Bjarnason, Svein Lúðvík Björnsson Flytjandi: Guðrún Óskarsdóttur semballeikari Smekkleysa Fyrir þá sem ekki vita er semball hljómborðshljóðfæri og er forfaðir píanósins. Ekki er barið á strengina með hömrum líkt og í því síðarnefnda, heldur er mekanismi sem plokkar þá. Semballinn var mjög vinsæll á endurreisnar- og barokktímanum. Með tilkomu píanósins hvarf hann smám saman af sjónarsviðinu. Hann hefur þó orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum, bæði í flutningi á barokktónlist, og einnig nýrri músík. Á nýútkomnum geisladiski með Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara er eingöngu að finna ný verk eftir nokkur íslensk tónskáld. Helsti gallinn við sembalinn er hversu veikróma hann er. Það skiptir hins vegar ekki máli þegar geisladiskur er annars vegar. Maður hækkar bara í græjunum! Semballinn sem hér er leikið á er sérlega hljómfagur, og upptakan er svo gott sem fullkomin. Hún er notalega djúp og breið, en samt skýr. Hvert einasta smáatriði heyrist greinilega. Nokkrir þættir sem saman bera heitið In Paradisum II eftir Úlfar Inga Haraldsson koma afar vel út. Þetta eru stemningsverk, það er yfir þeim helgi og friður. Rafhljóð auka mjög á andrúmsloftið. Langir, þokukenndir rafhljómarnir og hvassir tónar sembalsins skapa heillandi andstæður. Fingerprints eftir Önnu Þorvaldsdóttur er allt öðru vísi, en ekkert síður ánægjulegt áheyrnar. Tónlistin er ofsafengin, tilfinningarnar ólgandi. Byggt er á tiltölulega einföldu tónefni sem unnið er úr á þráhyggjukenndan hátt. Áferðin er myrk, en ávallt spennandi. Eins og nafnið ber með sér er Tif... og klukkan tifar til móts við tímann eftir Svein Lúðvík Björnsson mun vélrænni. Sveinn er hér hófsamur eins og venjulega. Grunnhugmyndin er fábrotin og einföld, úrvinnslan markviss og án útúrdúra. Verkið er dálítið fráhrindandi, þetta er jú hugleiðing um tímann sem engu eirir; hverjum finnst það skemmtilegt? Andrúmsloftið í Danses achroniques (Tímalausum dönsum) eftir Kolbein Bjarnason er sömuleiðis nokkuð hryssingslegt. Þetta eru hefðbundnir dansar frá barokktímanum; sarabanda, allemande, courante, o.s.frv. Í gamla daga voru slíkir dansar ávísun á notalega skemmtitónlist, en hér er því ekki að heilsa. Sömu formúlur eru þó fyrir hendi, en stefin eru afstrakt, hljómarnir ómstríðir, rytminn óreglulegur. Kolbeinn vinnur úr þessum grunni af mikilli ákefð og niðurstaðan er dökkur tónavefur, napur og kaldur. Þar með er ekki sagt að verkið sé slæmt ? síður en svo. Tónlist þarf ekki alltaf að vera hugguleg. Aðalatriðið er að tónskáldinu takist að koma meiningu sinni til skila. Músíkin verður að vera sönn, ef svo má segja. Atburðarásin í henni hér er ávallt athyglisverð. Hún er rökrétt en kemur þó stöðugt á óvart. Fyrir bragðið virkar hún og hittir í mark. Guðrún leikur allt af einstakri fagmennsku. Hraðar nótnarunur eru jafnar og skýrar. Hljómarnir eru nákvæmir, hrynjandin hnitmiðuð. Á geisladiskinum er að finna spuna eftir hana sjálfa en þar býr hún til hljóð með banki á sembalinn, strokum, o.s.frv. Þar birtist manni önnur mynd af hljóðfærinu en þessi venjulega. Hún er dáleiðandi og unaðsleg. Útkoman er óneitanlega mögnuð.Niðurstaða: Ákaflega vandaður geisladiskur, ólíkar en eftirtektarverðar tónsmíðar, frábær spilamennska. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016.
Tónlistargagnrýni Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira