Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 11:00 Tsai Ing-Wen, forseti Taívan, Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/EPA Símtal Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, var vísvitandi gert og til marks um stefnubreytingu Trump varðandi Taívan. Því hefur verið haldið fram að um klúður hafi verið að ræða. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Trump og teymi hans hefðu ekki haft samband við ráðuneytið til að fá upplýsingar og uppástungur fyrir símtöl við þjóðarhöfðingja heimsins, eins og hefð hefur verið fyrir. Trump og Mike Pence, verðandi varaforseti, hafa tekið þátt í rúmlega 50 símtölum við þjóðarhöfðingja.Samkvæmt Washington Post hefur hin áðurnefnda stefnubreyting verið rædd á milli Trump og helstu ráðgjafa hans í nokkra mánuði en opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan hafa verið lítil sem engin frá 1979, þrátt fyrir mjög náið ópinbert samband ríkjanna. Símtalið þeirra á milli var eitt af þeim fyrstu sem var skipulagt eftir að Trump vann forsetakosninguna þann áttunda nóvember. Kínverjar mótmæltu samtali þeirra Trump og Ing-Wen og gáfu í skyn að það væri til marks um reynsluleysi Trump. Þeir sögðu símtalið hafa verið „lágkúrulegt bragð“ yfirvalda í Taipei. Einhverjir af samstarfsmönnum Trump, eins og Mike Pence og Kellyanne Conway, framkvæmdastjóri forsetaframboðs hans, hafa stigið fram og sagt að símtalið hefði einungis átt sér stað svo Tsai Ing-wen gæti óskað Trump til hamingju með kosninguna. Trump, sem hefur margsinnis farið hörðum orðum um Kínverja á undanförnum mánuðum og jafnvel árum, sendi þeim hins vegar tóninn á Twitter í gærkvöldi.Did China ask us if it was OK to devalue their currency (making it hard for our companies to compete), heavily tax our products going into..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2016 their country (the U.S. doesn't tax them) or to build a massive military complex in the middle of the South China Sea? I don't think so!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2016 Þar sakaði hann Kína um að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi. Hann nefndi einnig gífurlega hernaðaruppbyggingu Kínverja í Suður-Kínahafi. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.Farið yfir sögu Kína og Taívan.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast. Þó nokkrir af meðlimum teymis Trump hafa lengi talað fyrir því að Bandaríkin myndi stífari stefnu gagnvart Kína og endurvekji opinbert samband við Taívan. Washington Post bendir á grein sem birt var í tímaritinu Foreign Policy (Það þarf að vera áskrifandi að síðunni til að lesa greinina) þar sem þeir Peter Navarro og Alexander Gray, stefnuráðgjafar Trump, lýstu Taívan sem „leiðarljósi lýðræðis“ í Asíu og sögðu stefnu ríkisstjórnar Barack Obama gagnvart ríkinu hafa verið ranga. Þar var farið yfir að af öllum bandamönnum Bandaríkjanna í heiminum væri Taívan það ríki sem væri mest ógnað. Í greininni kölluðu þeir eftir aukinni varnaraðstoð og uppbyggingu í Taívan.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir Utanríkisráðuneyti Kína að Trump hafi verið gerð grein fyrir viðhorfi Kína gagnvart símtalinu. Lu Kang, talsmaður ráðuneytisins, sagði málefni Taívan vera það mikilvægasta á milli Kína og Bandaríkjanna og er þá nokkuð sagt. Miðað við deilur ríkjanna vegna hernaðaruppbyggingar Kína í Suður-Kínahafi. Hann sagði Kína og Bandaríkin hafa bæði hagnast á efnahagslegum samstarfi og viðskiptum. Það væri í hag beggja aðila að halda jákvæðu sambandi ríkjanna. Trump virtist ósáttur við umfjöllunina um símtalið. The President of Taiwan CALLED ME today to wish me congratulations on winning the Presidency. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Blaðamaður Washington Post fer yfir málið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Suður-Kínahaf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Símtal Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, var vísvitandi gert og til marks um stefnubreytingu Trump varðandi Taívan. Því hefur verið haldið fram að um klúður hafi verið að ræða. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Trump og teymi hans hefðu ekki haft samband við ráðuneytið til að fá upplýsingar og uppástungur fyrir símtöl við þjóðarhöfðingja heimsins, eins og hefð hefur verið fyrir. Trump og Mike Pence, verðandi varaforseti, hafa tekið þátt í rúmlega 50 símtölum við þjóðarhöfðingja.Samkvæmt Washington Post hefur hin áðurnefnda stefnubreyting verið rædd á milli Trump og helstu ráðgjafa hans í nokkra mánuði en opinber samskipti Bandaríkjanna og Taívan hafa verið lítil sem engin frá 1979, þrátt fyrir mjög náið ópinbert samband ríkjanna. Símtalið þeirra á milli var eitt af þeim fyrstu sem var skipulagt eftir að Trump vann forsetakosninguna þann áttunda nóvember. Kínverjar mótmæltu samtali þeirra Trump og Ing-Wen og gáfu í skyn að það væri til marks um reynsluleysi Trump. Þeir sögðu símtalið hafa verið „lágkúrulegt bragð“ yfirvalda í Taipei. Einhverjir af samstarfsmönnum Trump, eins og Mike Pence og Kellyanne Conway, framkvæmdastjóri forsetaframboðs hans, hafa stigið fram og sagt að símtalið hefði einungis átt sér stað svo Tsai Ing-wen gæti óskað Trump til hamingju með kosninguna. Trump, sem hefur margsinnis farið hörðum orðum um Kínverja á undanförnum mánuðum og jafnvel árum, sendi þeim hins vegar tóninn á Twitter í gærkvöldi.Did China ask us if it was OK to devalue their currency (making it hard for our companies to compete), heavily tax our products going into..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2016 their country (the U.S. doesn't tax them) or to build a massive military complex in the middle of the South China Sea? I don't think so!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2016 Þar sakaði hann Kína um að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi. Hann nefndi einnig gífurlega hernaðaruppbyggingu Kínverja í Suður-Kínahafi. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.Farið yfir sögu Kína og Taívan.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás.Sjá einnig: Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast. Þó nokkrir af meðlimum teymis Trump hafa lengi talað fyrir því að Bandaríkin myndi stífari stefnu gagnvart Kína og endurvekji opinbert samband við Taívan. Washington Post bendir á grein sem birt var í tímaritinu Foreign Policy (Það þarf að vera áskrifandi að síðunni til að lesa greinina) þar sem þeir Peter Navarro og Alexander Gray, stefnuráðgjafar Trump, lýstu Taívan sem „leiðarljósi lýðræðis“ í Asíu og sögðu stefnu ríkisstjórnar Barack Obama gagnvart ríkinu hafa verið ranga. Þar var farið yfir að af öllum bandamönnum Bandaríkjanna í heiminum væri Taívan það ríki sem væri mest ógnað. Í greininni kölluðu þeir eftir aukinni varnaraðstoð og uppbyggingu í Taívan.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni segir Utanríkisráðuneyti Kína að Trump hafi verið gerð grein fyrir viðhorfi Kína gagnvart símtalinu. Lu Kang, talsmaður ráðuneytisins, sagði málefni Taívan vera það mikilvægasta á milli Kína og Bandaríkjanna og er þá nokkuð sagt. Miðað við deilur ríkjanna vegna hernaðaruppbyggingar Kína í Suður-Kínahafi. Hann sagði Kína og Bandaríkin hafa bæði hagnast á efnahagslegum samstarfi og viðskiptum. Það væri í hag beggja aðila að halda jákvæðu sambandi ríkjanna. Trump virtist ósáttur við umfjöllunina um símtalið. The President of Taiwan CALLED ME today to wish me congratulations on winning the Presidency. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Interesting how the U.S. sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2016 Blaðamaður Washington Post fer yfir málið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Suður-Kínahaf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira