Íbúð með möguleika Berglind Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Það skemmtilegasta sem ég geri er að hanga í símanum en það næstskemmtilegasta sem ég geri er klárlega að skoða fasteignavefinn. Heilu vinnudagarnir fara ítrekað í vaskinn eftir að ég smelli á fréttir af misfrægum einstaklingum sem hafa sett íbúðirnar sínar á sölu – MYNDIR og ég fer í kjölfarið að skoða allar íbúðir sem eru á skrá á vefnum. Í eitt skiptið hló ég í marga daga að íbúð sem var svo ógeðslega illa farin að mig svimaði við að skoða myndirnar en svo rankaði ég við mér þar sem ég var búin að skrifa undir kaupsamning og fékk afhenta lykla nokkrum dögum síðar. Íbúðin var reyndar á mjög fínu verði en það er önnur saga. Skemmtunin sem mér finnst fólgin í fasteignaglápinu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það textasmíðin í sölutextunum. Íbúð þarf ekki að hafa annað en sprungu á veggnum sem ljósgeisli getur troðið sér inn um til þess að vera talin björt og við vitum öll hvað frasinn ,,íbúð með mikla möguleika“ þýðir (ef þú hatar líf þitt og þú elskar að bíða eftir iðnaðarmönnum skaltu kaupa þér svona möguleikaíbúð). Það kann enginn að skrifa undir rós eins og fasteignasalar og ég virði það, ég starfa sjálf við að skrifa auglýsingatexta og hef tileinkað mér marga af fegrunarfrösum þeirra, aðallega í starf en líka í leik. Myndirnar eru svo hinn þátturinn. Það er róandi að raða húsgögnunum sínum inn á myndirnar í huganum og ímynda sér hvernig stemningin yrði í innflutningspartíinu. Stundum verð ég samt mjög döpur að sjá allar ljótu flísarnar sem hafa verið framleiddar, fluttar til landsins og límdar fastar á gólfflöt sem kostar fullt af milljónum. Verðgildi eignar hreinlega hrynur um leið og flísarnar eru ógeð, það er bara staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Berglind Pétursdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það skemmtilegasta sem ég geri er að hanga í símanum en það næstskemmtilegasta sem ég geri er klárlega að skoða fasteignavefinn. Heilu vinnudagarnir fara ítrekað í vaskinn eftir að ég smelli á fréttir af misfrægum einstaklingum sem hafa sett íbúðirnar sínar á sölu – MYNDIR og ég fer í kjölfarið að skoða allar íbúðir sem eru á skrá á vefnum. Í eitt skiptið hló ég í marga daga að íbúð sem var svo ógeðslega illa farin að mig svimaði við að skoða myndirnar en svo rankaði ég við mér þar sem ég var búin að skrifa undir kaupsamning og fékk afhenta lykla nokkrum dögum síðar. Íbúðin var reyndar á mjög fínu verði en það er önnur saga. Skemmtunin sem mér finnst fólgin í fasteignaglápinu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það textasmíðin í sölutextunum. Íbúð þarf ekki að hafa annað en sprungu á veggnum sem ljósgeisli getur troðið sér inn um til þess að vera talin björt og við vitum öll hvað frasinn ,,íbúð með mikla möguleika“ þýðir (ef þú hatar líf þitt og þú elskar að bíða eftir iðnaðarmönnum skaltu kaupa þér svona möguleikaíbúð). Það kann enginn að skrifa undir rós eins og fasteignasalar og ég virði það, ég starfa sjálf við að skrifa auglýsingatexta og hef tileinkað mér marga af fegrunarfrösum þeirra, aðallega í starf en líka í leik. Myndirnar eru svo hinn þátturinn. Það er róandi að raða húsgögnunum sínum inn á myndirnar í huganum og ímynda sér hvernig stemningin yrði í innflutningspartíinu. Stundum verð ég samt mjög döpur að sjá allar ljótu flísarnar sem hafa verið framleiddar, fluttar til landsins og límdar fastar á gólfflöt sem kostar fullt af milljónum. Verðgildi eignar hreinlega hrynur um leið og flísarnar eru ógeð, það er bara staðreynd.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun