Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 11:38 "Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum.“ Fréttablaðið/Vilhelm Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbyggð kaupir fyrrum höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Landsbankinn tekur niðurstöðum og ábendingum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016 alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna skýrslunnar sem kom út í morgun. Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. „Landsbankinn er sammála því að selja eigi eignir í opnu söluferli og vinnur eftir þeirri meginreglu, enda hefur bankinn gert það nema í örfáum tilfellum. Undantekningar frá reglunni um opið söluferli skulu samþykktar af bankaráði og ákvarðanir rökstuddar og skráðar. Landsbankinn tekur ákvarðanir með hagsmuni bankans að leiðarljósi og fer eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu bankans. Þá er haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, að bankinn takis niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar alvarlega. „Við fengum drög að skýrslunni til skoðunar og í henni koma fram okkar viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Á síðustu misserum hefur verið bætt úr mörgu af því sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir en það er okkar markmið að læra af reynslunni og gera ávallt betur. Í því ljósi munum við kynna okkur efni endanlegrar skýrslu ítarlega og meta hvort frekari aðgerða er þörf,“ segir Helga Björk. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að bankinn muni ekki tjá sig frekar um sölu á hlut sínum í Borgun þar sem bankinn undirbúi málsókn vegna sölunnar en í tilkynningunni segir: „Landsbankinn er gagnrýndur fyrir að hafa ekki, við sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun árið 2014, séð fyrir að Borgun ætti rétt á verðmætum í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Eins og áður hefur komið fram telur bankinn að Borgun hefði átt að upplýsa um þetta í söluferlinu, enda höfðu stjórnendur félagsins skuldbundið sig til að greina frá öllu sem gæti haft áhrif á verðmæti þess. Landsbankinn hefur undanfarna mánuði undirbúið málsókn vegna þess að hann telur sig hafa farið á mis við verðmæti í viðskiptunum. Vegna fyrirhugaðrar málsóknar mun bankinn, að svo stöddu, ekki tjá sig frekar um sölu á hlut bankans í Borgun.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbyggð kaupir fyrrum höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22