Teitur spáir sögulegum íslenskum sigri 31. ágúst 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Teitur Örlygsson. Vísir/Valli Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016 EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016
EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00
Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35
Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50
Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15
Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40