Teitur spáir sögulegum íslenskum sigri 31. ágúst 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Teitur Örlygsson. Vísir/Valli Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016 EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Teitur Örlygsson, sigursælasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta frá upphafi, ætlar að mæta til Finnlands næsta sumar til að verða vitni af sögulegum sigri. Teitur spáði um úrslit fyrsta leiks Íslands á Eurobasket 2017 eftir að það kom í ljós hverjir mótherjar íslenska liðsins verða næsta sumar. Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Finnlandi og svo Grikklandi sem verða fyrstu mótherjar íslensku strákanna í keppninni. „1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum,“ skrifaði Teitur inn á Twitter. Þann dag mæta íslensku strákarnir hinu sterka liði Grikkja sem varð í sjöunda sæti á síðasta EM. Íslenska liðið stóð sig vel á sínu fyrsta EM fyrir tveimur árum en varð engu að síður að sætta sig við tap í öllum fimm leikjum sínum. Íslenska liðið er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik á Eurobasket. Sagan er heldur ekki með strákunum okkar þegar kemur að leikjum við Grikki. Ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum við gríska landsliðið í gegnum tíðina en þjóðirnar hafa samt ekki mæst í tæpan aldarfjórðung. Teitur Örlygsson, sem á að baki 118 landsleiki, spilaði einmitt síðasta leik Íslands við Grikki en íslenska liðið tapaði þá naumlega með fjórum stigum í forkeppni Ólympíuleikanna 22. júní 1992. Teitur var sjálfur með fjórtán stig í þessum leik en stigahæstur var Valur Ingimundarson með 25 stig. Valur var stigahæstur í tveimur síðustu leikjum Íslands á móti Grikkjum en hinn var árið 1987. Teitur átti seinna eftir að fara út til Grikklands og spila í eitt tímabil, 1996-97, með liði Larissa. Teitur Örlygsson er sá eini í sögu íslenska körfuboltans sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari eftir úrslitakeppni.1.sigur okkar i lokakeppni kemur 31.águst 2017. last það fyrst hér. Ég ætla að vera á staðnum. Ísland vs Grikkland #körfubolti— Teitur Örlygsson (@teitur11) November 22, 2016
EM 2017 í Finnlandi Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00 Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35 Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50 Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15 Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári. 22. nóvember 2016 21:00
Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir Landsliðsfyriliðinn leist ekki alveg nógu vel á niðurstöðuna í drætti dagsins fyrir EM í körfubolta. 22. nóvember 2016 16:35
Leikir Íslands á EM: Byrjum gegn Grikklandi Leikjaniðurröðun Íslands á EM í körfubolta liggur fyrir. 22. nóvember 2016 16:50
Jón Arnór: Lið sem henta okkur ekkert sérlega vel Jón Arnór Stefánsson segir að íslenska landsliðsins bíði erfitt verkefni á EM í körfubolta á næsta ári. 22. nóvember 2016 17:15
Logi: Fengum flest góðu liðanna Logi Gunnarsson fylgdist með drættinum fyrir EM 2017 í höfuðstöðvum KKÍ í dag ásamt félögum sínum í íslenska körfuboltalandsliðinu. 22. nóvember 2016 16:40