Einvígi æskuvina í eyðimörkinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2016 06:00 Hver fær kampavínsbaðið? Hamilton sprautar hér kampavíni yfir Rosberg og líklegt er að hann þurfi að gera það aftur um helgina vísir/getty Það er aðeins ein keppni eftir á keppnistímabilinu í Formúlu 1 og ljóst að heimsmeistarinn verður annaðhvort Nico Rosberg eða Lewis Hamilton. Báðir keyra þeir fyrir Mercedes. Hamilton hefur orðið heimsmeistari síðustu tvö ár en það þarf ansi margt að ganga upp hjá honum ef hann ætlar að vinna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á ferlinum. Rosberg er með tólf stiga forskot á Hamilton og það þýðir að honum dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí fari svo að Hamilton vinni keppnina. Ef Hamilton lendir í öðru sæti þá dugar Rosberg að lenda í fjórða til sjötta sæti.Komið að Rosberg? Þjóðverjinn Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari áður en nú er hans stóra tækifæri. Sumir sérfræðingar segja að það eina sem geti komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari sé að bíllinn hans bili eða ef einhver keyri á hann. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Hamilton gæti ógnað Rosberg er Þjóðverjinn var með 43 stiga forskot á Bretann. Munurinn var 33 stig er aðeins fimm keppnir voru eftir. „Þetta tímabil hefur verið mikil áskorun enda mikið gengið á. Ég hef samt náð því að styrkjast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og breytt því neikvæða yfir í eitthvað jákvætt,“ sagði Hamilton. „Ég er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á tímabilinu. Ég var 43 stigum á eftir og hélt að það væri ómögulegt að koma til baka. Þetta hefur sýnt mér að ekkert er ómögulegt og ég mun halda áfram að mæta til leiks með það hugarfar.“ Bretinn vill lítið velta sér upp úr ef og hefði á þessum tímapunkti. Hann leggur allt undir um helgina og vonar það besta. „Það er spennandi að mæta til leiks núna og eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Stefnan hjá mér er að vinna keppnina og svo sjáum við til hvað gerist.“Lengi verið vinir Mercedes-félagarnir hafa verið vinir frá því þeir voru efnilegir unglingar. Þá kepptu þeir í körtuakstri og urðu góðir vinir. Í Formúlunni hefur aftur á móti verið grunnt á því góða á milli þeirra þó virðingin sé augljóslega enn til staðar. „Við búum enn að virðingu hvor fyrir öðrum frá því við vorum krakkar. Ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem ökumanni og sem persónu,“ sagði Rosberg og Hamilton sagðist vera stoltur af því hvernig Rosberg hefði staðið sig á þessu tímabili. „Það hafa komið upp erfiðar stundir á þessu ári en í heildina höfum við náð framförum í samskiptum okkar. Samskiptin eru kannski ekki mjög djúp en við erum líka að vinna í mjög erfiðu umhverfi,“ sagði Rosberg. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það er aðeins ein keppni eftir á keppnistímabilinu í Formúlu 1 og ljóst að heimsmeistarinn verður annaðhvort Nico Rosberg eða Lewis Hamilton. Báðir keyra þeir fyrir Mercedes. Hamilton hefur orðið heimsmeistari síðustu tvö ár en það þarf ansi margt að ganga upp hjá honum ef hann ætlar að vinna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á ferlinum. Rosberg er með tólf stiga forskot á Hamilton og það þýðir að honum dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí fari svo að Hamilton vinni keppnina. Ef Hamilton lendir í öðru sæti þá dugar Rosberg að lenda í fjórða til sjötta sæti.Komið að Rosberg? Þjóðverjinn Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari áður en nú er hans stóra tækifæri. Sumir sérfræðingar segja að það eina sem geti komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari sé að bíllinn hans bili eða ef einhver keyri á hann. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Hamilton gæti ógnað Rosberg er Þjóðverjinn var með 43 stiga forskot á Bretann. Munurinn var 33 stig er aðeins fimm keppnir voru eftir. „Þetta tímabil hefur verið mikil áskorun enda mikið gengið á. Ég hef samt náð því að styrkjast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og breytt því neikvæða yfir í eitthvað jákvætt,“ sagði Hamilton. „Ég er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á tímabilinu. Ég var 43 stigum á eftir og hélt að það væri ómögulegt að koma til baka. Þetta hefur sýnt mér að ekkert er ómögulegt og ég mun halda áfram að mæta til leiks með það hugarfar.“ Bretinn vill lítið velta sér upp úr ef og hefði á þessum tímapunkti. Hann leggur allt undir um helgina og vonar það besta. „Það er spennandi að mæta til leiks núna og eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Stefnan hjá mér er að vinna keppnina og svo sjáum við til hvað gerist.“Lengi verið vinir Mercedes-félagarnir hafa verið vinir frá því þeir voru efnilegir unglingar. Þá kepptu þeir í körtuakstri og urðu góðir vinir. Í Formúlunni hefur aftur á móti verið grunnt á því góða á milli þeirra þó virðingin sé augljóslega enn til staðar. „Við búum enn að virðingu hvor fyrir öðrum frá því við vorum krakkar. Ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem ökumanni og sem persónu,“ sagði Rosberg og Hamilton sagðist vera stoltur af því hvernig Rosberg hefði staðið sig á þessu tímabili. „Það hafa komið upp erfiðar stundir á þessu ári en í heildina höfum við náð framförum í samskiptum okkar. Samskiptin eru kannski ekki mjög djúp en við erum líka að vinna í mjög erfiðu umhverfi,“ sagði Rosberg.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira