Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 15:03 Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi „Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir. Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir.
Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira