Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 10:46 Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01